Actavis, Inc. hefur í fyrsta sinn komist á svo kallaðan Fortune 500 lista, sem gefinn er út af tímaritinu Fortune í Bandaríkjunum. Á listanum eru 500 stærstu bandarísku fyrirtækin, þegar miðað er við tekjur.
Í tilkynningu segir að eftir samruna Actavis Group og Watson Pharmaceuticals, Inc., undir nafni Actavis í október í fyrra, reyndust tekjur ársins 2012 vera um 5,9 milljarðar dollara, rúmlega 700 milljarðar króna. Það dugði til þess að koma fyrirtækinu í sæti 432 á lista ársins. Reiknað er með að tekjur yfirstandandi árs muni nema um 8,1 milljörðum dollara sem svara til um 960 milljarða króna.
„Fortune500 gefur eina skýrustu vísbendinguna um það hvernig fyrirtæki standa sig og það skipar Actavis í hóp leiðandi og virtustu stórfyrirtækja að komast á listann. Þá er þetta einnig vitnisburður um dugnað og staðfestu allra 17.000 starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Paul Bisaro forstjóri Actavis í tilkynningunni.
Actavis er komið inn á Fortune 500 listann

Mest lesið

Fyrsta sinni í mörg herrans ár neftóbakslaust í Leifsstöð
Viðskipti innlent


Tilfallandi neftóbaksskortur veldur skjálfta
Viðskipti innlent

Mun stýra Starfsþróunarsetri BHM
Viðskipti innlent

134 sagt upp í þremur hópuppsögnum
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent


Botninn dottinn úr í kauphöll New York
Viðskipti erlent

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Í hópi þeirra sem hlutu Viator Experience-verðlaunin
Viðskipti innlent