OECD: Bilið milli ríkra og fátækra einna minnst á Íslandi 15. maí 2013 08:09 Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. Fjallað er um þessa úttekt á Reuters. Þar kemur fram að samkvæmt henni hefur bilið á milli ríkra og fátækra almennt aukist á síðustu árum. Ástæðuna má að stórum hluta rekja til þess að í mörgum löndum hefur velferðarkerfið verið skorið niður vegna kreppunnar sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2008 og atvinnuleysi hefur aukist. Fram kemur í úttektinni að á þremur árum fram til ársloka 2010 hafi bilið milli ríkra og fátækra aukist meira en á síðustu 12 árum þar á undan. Ríkustu 10% íbúana meðal 33 þjóða innan OECD voru að jafnaði með 9,5 falt meiri tekjur en 10% fátækustu íbúana árið 2010. Árið 2007 var þetta hlutfall minna eða 9 falt. OECD hvetur þjóðir sem glíma við efnahagsörðugleika að nota skattkerfi sín til þess að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli ríkra og fátækra. Í Financial Times er einnig fjallað um þessa úttekt og þar kemur fram að munurinn milli ríkra og fátækra hafi aukist mest meðal þeirra þjóða þar sem almenningur hefur orðið fyrir hvað mestri tekjuskerðingu að Íslandi undanskildu. Þannig stóðu tekjur hinna ríkustu á Spáni og Ítalíu í stað en minnkuðu um 14% hjá hinum fátæku á Spáni og um 6% á Ítalíu. Þessi þróun var öfugt hvað Ísland varðar en þar minnkuðu tekjur hinna ríkustu um 13% en hinna fátækustu um 8%. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. Fjallað er um þessa úttekt á Reuters. Þar kemur fram að samkvæmt henni hefur bilið á milli ríkra og fátækra almennt aukist á síðustu árum. Ástæðuna má að stórum hluta rekja til þess að í mörgum löndum hefur velferðarkerfið verið skorið niður vegna kreppunnar sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2008 og atvinnuleysi hefur aukist. Fram kemur í úttektinni að á þremur árum fram til ársloka 2010 hafi bilið milli ríkra og fátækra aukist meira en á síðustu 12 árum þar á undan. Ríkustu 10% íbúana meðal 33 þjóða innan OECD voru að jafnaði með 9,5 falt meiri tekjur en 10% fátækustu íbúana árið 2010. Árið 2007 var þetta hlutfall minna eða 9 falt. OECD hvetur þjóðir sem glíma við efnahagsörðugleika að nota skattkerfi sín til þess að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli ríkra og fátækra. Í Financial Times er einnig fjallað um þessa úttekt og þar kemur fram að munurinn milli ríkra og fátækra hafi aukist mest meðal þeirra þjóða þar sem almenningur hefur orðið fyrir hvað mestri tekjuskerðingu að Íslandi undanskildu. Þannig stóðu tekjur hinna ríkustu á Spáni og Ítalíu í stað en minnkuðu um 14% hjá hinum fátæku á Spáni og um 6% á Ítalíu. Þessi þróun var öfugt hvað Ísland varðar en þar minnkuðu tekjur hinna ríkustu um 13% en hinna fátækustu um 8%.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira