Viðskipti erlent

Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Grikklands

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands úr CCC og í B- með stöðugum horfum.

Í áliti Fitch sem fylgir með ákvörðuninni segir að Grikkir hafi náð greinilegum árangri í efnhagsmálum sínum þrátt fyrir erfiða stöðu. Hallinn á fjárlögum landsins fari minnkandi og viðskiptajöfnuður hafi þróast í jákvæða átt.

Þá segir að dregið hafi úr hættunni á því að Grikkland yfirgefi evrusvæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×