Leiknir og KF gerðu 1-1 jafntefli í Breiðholti í 1. deild karla í fótbolta í dag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Gestirnir frá Fjallabyggð fengu sannkallaða óskabyrjun þegar Jón Björgvin Kristjánsson kom þeim yfir strax á 2. mínútu.
Fannar Þór Arnarsson jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik og þar við sat.
Leiknir hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum á tímabilinu en þetta var fyrsta stig KF.
Jafnt á Leiknisvelli
