Fótbolti

Ronaldo vill ekki endurnýja við Real Madrid

Portúgalinn Cristiano Ronaldo vildi lítið ræða framtíð sína hjá Real Madrid eftir að félagið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær.

Ronaldo er samningsbundinn Real til ársins 2015 en talsvert hefur verið talað um það í vetur að hann vilji komast frá félaginu. Hefur hann einna helst verið orðaður við endurkomu á Old Trafford.

Real hefur aftur á móti engan áhuga á að missa hann og vill framlengja. Stóra spurningin er hvort Ronaldo hafi einhvern áhuga á því.

"Ég á tvö ár eftir af mínum samningi og hef ekki áhyggjur af honum. Ég vill vinna titla þar sem ég er. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er ekki að hugsa um að endurnýja samninginn núna," sagði Ronaldo en hann vildi heldur ekkert ræða framtíð Jose Mourinho sem er sagður vera á leið til Chelsea á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×