Reuters: Þýskaland hagnast vel á kreppunni í Evrópu 2. maí 2013 12:41 Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þýskaland hefur hagnast vel á kreppunni í Evrópu sem og flest önnur ríki í norðanverðri álfunni. Á sama tíma hafa stjórnvöld í þessum ríkjum sagt að þau muni ekki þola að skattgreiðendur þeirra borgi með öðrum löndum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Samtals nema neyðarlán til ríkja innan evrusvæðisins um 400 milljörðum evra undanfarin þrjú og hálft ár. Skattgreiðendur í norðurhluta Evrópu hafa enn ekki tapað einni einustu evru á þeim lánum. Nokkurn veginn svona hefst ítarleg greining á Reuters undir fyrirsögninni: Evrukreppan sparar Þjóðverjum peninga. Þar er fjallað um að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Finnar, Frakkar og Hollendingar hafi sparað milljarða evra vegna þess hve vextir hafa lækkað í Evrópu vegna kreppunnar. Reuters vitnar m.a. í rannsókn sem unnin var á vegum tryggingarisans Allianz. Í henni kom fram að þýsk stjórnvöld hefðu sparað sér yfir 10 milljarða evra í lántökukostnað á árunum 2010 til 2012 vegna þess m.a. að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum Þýskalands lækkuðu úr tæpum 3,4% og niður í tæplega 1,2% á þessu tímabili. Aðrar þjóðir sem taldar voru upp hér að framan hafa einnig notið verulega góðs af hinum lágu vöxtum.Stórar yfirlýsingar Á sama tíma og þessi hagnaður hefur verið að myndast í kreppunni hafa leiðtogar þessara ríkja verið með stórar yfirlýsingar um að skattgreiðendur þeirra ættu ekki að bera kostnaðinn af því að bjarga öðrum ríkjum á evru-svæðinu frá þjóðargjaldþrotum. Málið er að ekkert hefur enn tapast af þessum skattpeningum. Reuters segir að þjóðir á borð við Íra og Portúgali séu vel á veg komnar með að losna undan þeim skilyrðum sem sett voru fyrir neyðarlánum til þeirra og lítil áhætta sé á því að þessi ríki geti ekki staðið við afborganir af þessum lánum. Stærsta áhættan sem er enn til staðar sé Grikkland en það ríki hefur fengið mestu aðstoðina eða samtals 166 milljarða evra. Hinsvegar dragi úr þeirra áhættu með hverjum deginum sem líður.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira