Sonur hans, Ruben Guerrero, er að fara að berjast við Floyd Mayweather Jr. og Robert Guerrero, sem er faðir og þjálfari sonarins, lét Mayweather heldur betur heyra það.
Hann sagði alls átta sinnum að Mayweather lemdi konur. "Hann er konulemjari. Eruð þið hrifin af því? Hann hlýtur að hafa lært af pabba sínum hvernig eigi að lemja konur," sagði Guerrero meðal annars en honum var mjög heitt í hamsi.
Skipuleggjandi bardagans, Gulldrengurinn Oscar de la Hoya, varð að draga kallinn frá ræðupúltinu þar sem hann hafði farið langt yfir strikið. Guerrero hélt þó áfram að rífa kjaft í sætinu sínu.
Mayweather sat í fangelsiá sínum tíma í 57 daga fyrir að ganga á skrokk á konunni sinni.
Þessa ótrúlega uppákomu má sjá á myndbandinu hér að neðan og ofan.