Sprækir urriðar í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2013 20:00 Jón Mýrdal með feitan og fallegan urriða úr Höfuðhyl í gær. Mynd / Garðar Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land. Seinni vaktin í gær náði fimm vænum og fallegum urriðum á stangirnar tvær. Reyndar var það einn og sami veiðimaðurinn, Jón Mýrdal, sem fékk þessa fimm fiska á flugur sínar. Allir komu silungarnir úr Höfuðhyl, efsta veiðistaðnum. Að því er segir á Facebook síðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fengust fjórir urriðar á morgunvaktinni í gær eftir að tveir fyrstu dagar veiðitímabilsins höfðu verið fisklausir. Skýringin á döpru gengi til að byrja með er sennilegast kuldakastið sem loks lét dálítið undan síga. Veiðivísi hafa engar fregnir borist af veiði dagsins í dag í Elliðaánum. Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði
Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land. Seinni vaktin í gær náði fimm vænum og fallegum urriðum á stangirnar tvær. Reyndar var það einn og sami veiðimaðurinn, Jón Mýrdal, sem fékk þessa fimm fiska á flugur sínar. Allir komu silungarnir úr Höfuðhyl, efsta veiðistaðnum. Að því er segir á Facebook síðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fengust fjórir urriðar á morgunvaktinni í gær eftir að tveir fyrstu dagar veiðitímabilsins höfðu verið fisklausir. Skýringin á döpru gengi til að byrja með er sennilegast kuldakastið sem loks lét dálítið undan síga. Veiðivísi hafa engar fregnir borist af veiði dagsins í dag í Elliðaánum.
Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði