Sprækir urriðar í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2013 20:00 Jón Mýrdal með feitan og fallegan urriða úr Höfuðhyl í gær. Mynd / Garðar Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land. Seinni vaktin í gær náði fimm vænum og fallegum urriðum á stangirnar tvær. Reyndar var það einn og sami veiðimaðurinn, Jón Mýrdal, sem fékk þessa fimm fiska á flugur sínar. Allir komu silungarnir úr Höfuðhyl, efsta veiðistaðnum. Að því er segir á Facebook síðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fengust fjórir urriðar á morgunvaktinni í gær eftir að tveir fyrstu dagar veiðitímabilsins höfðu verið fisklausir. Skýringin á döpru gengi til að byrja með er sennilegast kuldakastið sem loks lét dálítið undan síga. Veiðivísi hafa engar fregnir borist af veiði dagsins í dag í Elliðaánum. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði
Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land. Seinni vaktin í gær náði fimm vænum og fallegum urriðum á stangirnar tvær. Reyndar var það einn og sami veiðimaðurinn, Jón Mýrdal, sem fékk þessa fimm fiska á flugur sínar. Allir komu silungarnir úr Höfuðhyl, efsta veiðistaðnum. Að því er segir á Facebook síðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fengust fjórir urriðar á morgunvaktinni í gær eftir að tveir fyrstu dagar veiðitímabilsins höfðu verið fisklausir. Skýringin á döpru gengi til að byrja með er sennilegast kuldakastið sem loks lét dálítið undan síga. Veiðivísi hafa engar fregnir borist af veiði dagsins í dag í Elliðaánum.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði