Golfsumarsins beðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2013 13:00 Páll Ríkharðsson mokaði snjó úr lautinni á Kötluvelli á þriðjudaginn. Mynd/ghgolf.is Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu eru farnir að munda kylfurnar og vel það því margir af stærstu golfvöllum svæðisins verða opnaðir í dag eða um helgina. Fyrir sunnan hafa vallarstarfsmenn áhyggjur af því að grasið sé ekki tekið að grænka og að ástand vallanna sé verra en oft áður. Fyrir norðan er staðan hins vegar sú að sums staðar sést ekki einu sinni í gras.Kötluvöllur er á kafi í snjó.Mynd/ghgolf.isÁ Kötluvelli á Húsavík er ástandið til dæmis svart, eða öllu heldur hvítt. Á myndum sem teknar voru á vellinum í vikunni sést að kylfingar þurfa að bíða í nokkurn tíma enn áður en hægt verður að slá bolta á brautum vallarins.Framkvæmdir á 10. braut.Mynd/gagolf.isAkureyringar bíða spenntir eftir því að framkvæmdum á brautum Jaðarsvallar ljúki. Alla teiga vallarins á að stækka og þekja með hefðbundnu grasi og gervigrasi að hluta. Þá verður sex ára framkvæmdartíma á Jaðarsvelli lokið. Hreinsunardagur fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í dag. Vellirnir verða svo formlega opnaðir á laugardaginn. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu eru farnir að munda kylfurnar og vel það því margir af stærstu golfvöllum svæðisins verða opnaðir í dag eða um helgina. Fyrir sunnan hafa vallarstarfsmenn áhyggjur af því að grasið sé ekki tekið að grænka og að ástand vallanna sé verra en oft áður. Fyrir norðan er staðan hins vegar sú að sums staðar sést ekki einu sinni í gras.Kötluvöllur er á kafi í snjó.Mynd/ghgolf.isÁ Kötluvelli á Húsavík er ástandið til dæmis svart, eða öllu heldur hvítt. Á myndum sem teknar voru á vellinum í vikunni sést að kylfingar þurfa að bíða í nokkurn tíma enn áður en hægt verður að slá bolta á brautum vallarins.Framkvæmdir á 10. braut.Mynd/gagolf.isAkureyringar bíða spenntir eftir því að framkvæmdum á brautum Jaðarsvallar ljúki. Alla teiga vallarins á að stækka og þekja með hefðbundnu grasi og gervigrasi að hluta. Þá verður sex ára framkvæmdartíma á Jaðarsvelli lokið. Hreinsunardagur fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í dag. Vellirnir verða svo formlega opnaðir á laugardaginn.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira