Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina.
Sigurjón Pétursson var glímukappi Íslands á árunum 1910-19, keppti á Ólympíuleikunum 1908 og 1912, hlaut fjölmargar viðurkenningar aðrar fyrir margskonar íþróttir. Hann gerðist frumherji að stofnun Íþróttasambands Íslands 28. janúar 1912.
Jóhannes Jósepsson var glímukappi Íslands sem ferðaðist um alla Evrópu og Bandaríkin og sýndi glímu eftir aldamótin 1900. Hann tók þátt í Sumarólympíuleikunum 1908 þar sem hann keppti í grísk-rómverskri glímu fyrir hönd Danmerkur.
Albert Guðmundsson var fyrsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Hann spilaði með Valsmönnum á Íslandi áður en hann fór utan til Bretlandseyja. Hann spilaði með Rangers og ARsenal áður en hann hélt til Frakklands.
Albert spilaði með Nancy, Racing Club, Nice og AC Milan. Hann var síðar formaður Knattspyrnusambands Íslands og þingmaður.
Fyrir í Heiðurshöll ÍSÍ eru Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og Vilhjálmur Einarsson.
Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ
Mest lesið






Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn


Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

