Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu 22. apríl 2013 11:52 Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð lækkaði mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu. Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma. Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð lækkaði mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu. Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma. Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira