Viðskipti erlent

Stokkhólmur vex tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn

Vísir/Getty
Í nýrri skýrslu frá viðskiptaráði Stokkhólmsborgar kemur fram að í borgarbúum muni fjölga um hálfa milljón manna fram til ársins 2030. Þar með mun Stokkhólmur vaxa tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn og sexfalt hraðar en París.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen er haft ettir Mariu Rankka frá viðskiptaráðinu að það sé velkomið vandamál að borgin vaxi og dafni en til þess að það gerist snurðulaust þurfi virkan fasteignamarkað og fjárfestingar í mannvirkjum og samgöngum sem standi undir fólksfjölguninni.

Fram kemur í skýrslunni að árið 2030 muni Stokkhólmur velta London úr sessi sem sú borg í Vestur Evrópu sem vex hvað örast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×