Körfubolti

Öqvist með landsliðið út sumarið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Peter Öqvist stýrir einnig liði Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Með liðinu leika landsliðsmennirnir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson.
Peter Öqvist stýrir einnig liði Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Með liðinu leika landsliðsmennirnir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Anton
Körfuknattleikssamband Íslands hefur framlengt samning sinn við þjálfara karlalandsliðsins, Peter Öqvist, út sumarið. Samningur Svíans við KKÍ rann út að lokinni undankeppni EM sem fram fór síðastliðið sumar.

Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Framundan eru Smáþjóðaleikar í Lúxemborg í maí og svo leikir gegn Búlgaríu og Rúmeníu í undankeppni EM 2015 í ágúst.

Líkur eru á forföllum í íslenska hópnum á Smáþjóðlaleikunum þar sem nokkrir leikmenn liðsins eiga von á barni á þeim tíma. Friðrik Ingi segir við Morgunblaðið vonast til þess að þó einhverjir missi hugsanlega af Smáþjóðaleikunum verði þeir með í undankeppninni í ágúst.

Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×