Bardagakappinn Gunnar Nelson gekkst undir aðgerð á hné vegna rifins liðþófa í morgun.
„Við erum eins ánægðir með þetta og hægt er að vera á þessum tímapunkti," segir Haraldur Dean Nelson faðir og umboðsmaður Gunnars. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, var ánægður með hvernig til tókst.
„Örnólfur sagði að þetta hefði tekist eins vel og hægt hefði verið að vonast eftir," segir Haraldur. Gunnar eigi að mæta til Örnólfs eftir viku og þá sjái hann betur ástandið á hnénu.
„Eftir þrjár vikur ættum við svo að vita hvenær Gunni geti verið kominn á fullt," segir Haraldur.
Aðgerðin heppnaðist vel

Tengdar fréttir

Hef verið heppinn hingað til
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna.

Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas
Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá.

"Gunni er miður sín"
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné.