Bardagakappinn Gunnar Nelson gekkst undir aðgerð á hné vegna rifins liðþófa í morgun.
„Við erum eins ánægðir með þetta og hægt er að vera á þessum tímapunkti," segir Haraldur Dean Nelson faðir og umboðsmaður Gunnars. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, var ánægður með hvernig til tókst.
„Örnólfur sagði að þetta hefði tekist eins vel og hægt hefði verið að vonast eftir," segir Haraldur. Gunnar eigi að mæta til Örnólfs eftir viku og þá sjái hann betur ástandið á hnénu.
„Eftir þrjár vikur ættum við svo að vita hvenær Gunni geti verið kominn á fullt," segir Haraldur.

