Viðskipti erlent

Blankfein er launahæsti bankastjóri heimsins

Lloyd Blankfein.
Lloyd Blankfein.
Launahæsti bankastjóri heimsins er Lloyd Blankfein hjá Goldman Sachs. Heildarlaun hans á síðasta ári námu um 2,5 milljörðum króna og hækkuðu um 75% frá fyrra ári.

Í frétt um málið í breska blaðinu Guardian kemur fram að regluleg árslaun Blankfein hjá Goldman Sachs séu um 250 milljónir króna. Fyrir utan þá upphæð fékk Blankfein síðan kauprétti í hlutabréfum bankans sem námu um 1,6 milljörðum kr. og bónusa sem námu hátt í 700 milljónum kr. á síðasta ári.

Til samanburðar má nefna að Brian Moinyhan bankastjóri Bank of America var með tæpa 1,5 milljarða kr. í heildarlaun í fyrra og Michael Corbat bankastjóri Citigroup var með tæpa 1,4 milljarða kr. í heildarlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×