Sá frægasti til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Joey Crawford og Kobe Bryant. Nordicphotos/AFP Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni. Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið. „Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," segir Jón Bender formaður KKDÍ. Íslenskir körfuboltadómarar funda á hverju hausti og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Fundurinn fer fram helgina 12.-14. september en auk Crawford munu Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu og Kristinn Óskarsson alþjóðakörfuboltadómari flytja erindi.Crawford hugar að meiðslum LeBron James.Nordicphotos/Getty„Af starfandi dómurum í NBA deildinn er Crawford leikjahæstur þeirra allra í úrslitakeppninni. Crawford hefur því miklu að miðla til ekki bara íslenskra körfuknattleiksdómara heldur einnig dómara, þjálfara og áhugamanna í öðrum greinum," segir Jón. Hann setur komu Crawford í gott samhengi fyrir lesendur Vísis. „Heimsókn hans er álíka hvalreki og fyrir knattspyrnudómara að fá Pierluigi Collina í heimsókn eða körfuknattleiksþjálfara að fá Phil Jackson í heimsókn," segir Jón. Hann er viss um að heimsókn Crawford muni ekki aðeins skila miklu til starfandi körfuknattleiksdómara heldur muni hún einnig vekja áhuga á íþróttinni og dómgæslu almennt.Tim Duncan og Joey Crawford fara yfir málin.Nordicphotos/GettyZsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, mun einnig koma til landsins við sama tilefni. „Zsolt mun koma hingað til lands beint frá Evrópukeppninni í Slóveníu þar sem hann verður við störf sem eftirlitsdómari," segir Jón sem þakkar KKÍ og FIBA Europe fyrir stuðninginn sem geri dómarafélaginu kleift að halda veglega upp á afmælið. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni. Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið. „Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," segir Jón Bender formaður KKDÍ. Íslenskir körfuboltadómarar funda á hverju hausti og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Fundurinn fer fram helgina 12.-14. september en auk Crawford munu Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu og Kristinn Óskarsson alþjóðakörfuboltadómari flytja erindi.Crawford hugar að meiðslum LeBron James.Nordicphotos/Getty„Af starfandi dómurum í NBA deildinn er Crawford leikjahæstur þeirra allra í úrslitakeppninni. Crawford hefur því miklu að miðla til ekki bara íslenskra körfuknattleiksdómara heldur einnig dómara, þjálfara og áhugamanna í öðrum greinum," segir Jón. Hann setur komu Crawford í gott samhengi fyrir lesendur Vísis. „Heimsókn hans er álíka hvalreki og fyrir knattspyrnudómara að fá Pierluigi Collina í heimsókn eða körfuknattleiksþjálfara að fá Phil Jackson í heimsókn," segir Jón. Hann er viss um að heimsókn Crawford muni ekki aðeins skila miklu til starfandi körfuknattleiksdómara heldur muni hún einnig vekja áhuga á íþróttinni og dómgæslu almennt.Tim Duncan og Joey Crawford fara yfir málin.Nordicphotos/GettyZsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, mun einnig koma til landsins við sama tilefni. „Zsolt mun koma hingað til lands beint frá Evrópukeppninni í Slóveníu þar sem hann verður við störf sem eftirlitsdómari," segir Jón sem þakkar KKÍ og FIBA Europe fyrir stuðninginn sem geri dómarafélaginu kleift að halda veglega upp á afmælið.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti