Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Svavar Hávarðsson skrifar 18. apríl 2013 14:43 Skúli Kristins og Stefán Hjaltested að störfum á Simms-dögum í Veiðivon í fyrra Mynd/Veiðivon Veiðivöruverslanirnar Veiðihornið og Veiðivon standa fyrir mikilli veislu um helgina; svökölluðum Simms-dögum. Þetta er annað árið í röð sem starfsmenn Simms koma til landsins til að vera íslenskum veiðimönnum innan handar með viðgerðir en einnig verða kynntar nýjustu vörur þessa stóra veiðivöruframleiðenda. „Hugmyndin þróaðist í þá átt í fyrra að það komu einnig til landsins tveir Norðmenn sem starfa á viðgerðarverkstæði Simms í Evrópu. Viðtökurnar voru með þeim hætti að strax var ákveðið að fá Norðmennina aftur í heimsókn í ár. Hugmynd okkar gengur út á það að bjóða viðskiptavinum okkar, þ.e. þeim sem eiga eldri Simms vöðlur eða fatnað að koma til okkar í Veiðihornið um helgina. Eftir fremsta megni verður reynt að gera við allar smábilanir en einnig býðst viðskiptavinum okkar að senda vöðlur og fatnað út til Noregs til viðgerða. Þá er mjög fróðlegt að hlusta á strákana því þeir gefa óspart góð ráð varðandi geymslu, hreinsun og umhirðu,“ segir Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu. En það stendur meira til í Veiðihorninu. Allir stærstu veiðileyfasalar landsins; Hreggnasi, Lax-á, SVFR og Strengir verða á svæðinu og kynna laus veiðileyfi. Veiðikortið kynnir starfsemi sína; veiðivefurinn flugur.is verður með kynningu og áskriftatilboð. „Engilbert Jensen, Nils Jörgensen og fleiri hnýta flugur af alkunnri snilld, auk þess sem við bryddum upp á happdrætti og ætlum að kynna nýju flugulínuna SBT frá Scientific Anglers með nýstárlegri kastkeppni, þar að segja ef veður leyfir. Við viljum því meina að um allnokkra uppákomu sé að ræða í íslenskum veiðiheimi þessa helgina,“ segir Ólafur. Í versluninni Veiðivon í Mörkinni stendur einnig mikið til. Þar mæta einnig sérfræðingar Simms einnig og Veiðivon hvetur veiðimenn að mæta með vöðlurnar sínar og láta kíkja á þær. „Það verður heitt á könnunni eins og endranær ásamt því að Skúli Kristinsson og Stefán Hjaltested hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguveiði. Veiðifélagið Hreggnasi verður á staðnum ásamt fulltrúa leigutaka Haukadalsár og verða þeir með kynningar á veiðisvæðum sínum og lausum leyfum í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Veiðivon.Mynd / Trausti Hafliðason Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Veiðivöruverslanirnar Veiðihornið og Veiðivon standa fyrir mikilli veislu um helgina; svökölluðum Simms-dögum. Þetta er annað árið í röð sem starfsmenn Simms koma til landsins til að vera íslenskum veiðimönnum innan handar með viðgerðir en einnig verða kynntar nýjustu vörur þessa stóra veiðivöruframleiðenda. „Hugmyndin þróaðist í þá átt í fyrra að það komu einnig til landsins tveir Norðmenn sem starfa á viðgerðarverkstæði Simms í Evrópu. Viðtökurnar voru með þeim hætti að strax var ákveðið að fá Norðmennina aftur í heimsókn í ár. Hugmynd okkar gengur út á það að bjóða viðskiptavinum okkar, þ.e. þeim sem eiga eldri Simms vöðlur eða fatnað að koma til okkar í Veiðihornið um helgina. Eftir fremsta megni verður reynt að gera við allar smábilanir en einnig býðst viðskiptavinum okkar að senda vöðlur og fatnað út til Noregs til viðgerða. Þá er mjög fróðlegt að hlusta á strákana því þeir gefa óspart góð ráð varðandi geymslu, hreinsun og umhirðu,“ segir Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu. En það stendur meira til í Veiðihorninu. Allir stærstu veiðileyfasalar landsins; Hreggnasi, Lax-á, SVFR og Strengir verða á svæðinu og kynna laus veiðileyfi. Veiðikortið kynnir starfsemi sína; veiðivefurinn flugur.is verður með kynningu og áskriftatilboð. „Engilbert Jensen, Nils Jörgensen og fleiri hnýta flugur af alkunnri snilld, auk þess sem við bryddum upp á happdrætti og ætlum að kynna nýju flugulínuna SBT frá Scientific Anglers með nýstárlegri kastkeppni, þar að segja ef veður leyfir. Við viljum því meina að um allnokkra uppákomu sé að ræða í íslenskum veiðiheimi þessa helgina,“ segir Ólafur. Í versluninni Veiðivon í Mörkinni stendur einnig mikið til. Þar mæta einnig sérfræðingar Simms einnig og Veiðivon hvetur veiðimenn að mæta með vöðlurnar sínar og láta kíkja á þær. „Það verður heitt á könnunni eins og endranær ásamt því að Skúli Kristinsson og Stefán Hjaltested hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguveiði. Veiðifélagið Hreggnasi verður á staðnum ásamt fulltrúa leigutaka Haukadalsár og verða þeir með kynningar á veiðisvæðum sínum og lausum leyfum í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Veiðivon.Mynd / Trausti Hafliðason
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði