Viðskipti erlent

Fundu sjaldgæfan bláan demant í Suður Afríku

Fundist hefur stór sjaldgæfur blár demantur í Cullinan námunni í Suður Afríku. Demantur þessi er rúmlega 25 karöt að stærð og verðmæti hans er talið vera um 10 milljónir dollara eða tæplega 1,2 milljarðar króna.

Það er Petra Diamonds námufyrirtækið sem á Cullinan námuna en þar hafa fundist bláir demantar af og til á síðustu rúmu 100 árum, þar á meðal einn sem var aðeins stærri en þessi og fannst í maí árið 2009. Á uppboði hjá Sotheby´s það ár fengust tæplega 10 milljónir dollara fyrir demantinn sem hinn nýi eigandi kallaði síðan Stjörnu Jósefínu.

Nefna má að næststærsti slípaði demantur í heimi er blár og kemur úr þessari námu. Sá demantur heitir Stjarna Afríku og tilheyrir bresku krúnudjásnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×