Kimi fljótastur á æfingum í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 19. apríl 2013 17:15 Kimi Raikkönen var fljótur í morgun. Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. Ólga hefur verið í landinu vegna Formúlu 1-mótsins undanfarið og hafa mótmælendur kallað eftir því að mótinu verði aflýst. Það fer hins vegar fram samkvæmt áætlun. Red Bull-mennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel voru einni fljótir á seinni æfingunni og röðuðu sér í annað og þriðja sætið á undan Fernando Alonso á Ferrari. Massa féll aðeins niður í sjötta sætið milli æfinga. Enn er McLaren í vandræðum. Jenson Button varð aðeins ellefti og Sergio Perez, sem hefur þurft að sitja undir harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Kína, aðeins þrettándi. Sá síðarnefndi þarf að standa sig mun betur vilji hann eiga von á góðum ummælum eftir keppnishelgina í Barein. Mercedes-bílarnir voru heldur ekkert ofboðslega fljótir. Lewis Hamilton varð tíundi á seinni æfingunni en Nico Rosberg náði þó áttunda. Er talið að sami draugur elti þá þar sem hitinn er mikill og í fyrra, þegar bíllinn fór einstaklega illa með dekkin í hitanum. Leifar af þeim draugi gætu verið að bögga Mercedes. Tímatökurnar fara fram á morgun og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. Ólga hefur verið í landinu vegna Formúlu 1-mótsins undanfarið og hafa mótmælendur kallað eftir því að mótinu verði aflýst. Það fer hins vegar fram samkvæmt áætlun. Red Bull-mennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel voru einni fljótir á seinni æfingunni og röðuðu sér í annað og þriðja sætið á undan Fernando Alonso á Ferrari. Massa féll aðeins niður í sjötta sætið milli æfinga. Enn er McLaren í vandræðum. Jenson Button varð aðeins ellefti og Sergio Perez, sem hefur þurft að sitja undir harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Kína, aðeins þrettándi. Sá síðarnefndi þarf að standa sig mun betur vilji hann eiga von á góðum ummælum eftir keppnishelgina í Barein. Mercedes-bílarnir voru heldur ekkert ofboðslega fljótir. Lewis Hamilton varð tíundi á seinni æfingunni en Nico Rosberg náði þó áttunda. Er talið að sami draugur elti þá þar sem hitinn er mikill og í fyrra, þegar bíllinn fór einstaklega illa með dekkin í hitanum. Leifar af þeim draugi gætu verið að bögga Mercedes. Tímatökurnar fara fram á morgun og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira