Kimi fljótastur á æfingum í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 19. apríl 2013 17:15 Kimi Raikkönen var fljótur í morgun. Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. Ólga hefur verið í landinu vegna Formúlu 1-mótsins undanfarið og hafa mótmælendur kallað eftir því að mótinu verði aflýst. Það fer hins vegar fram samkvæmt áætlun. Red Bull-mennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel voru einni fljótir á seinni æfingunni og röðuðu sér í annað og þriðja sætið á undan Fernando Alonso á Ferrari. Massa féll aðeins niður í sjötta sætið milli æfinga. Enn er McLaren í vandræðum. Jenson Button varð aðeins ellefti og Sergio Perez, sem hefur þurft að sitja undir harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Kína, aðeins þrettándi. Sá síðarnefndi þarf að standa sig mun betur vilji hann eiga von á góðum ummælum eftir keppnishelgina í Barein. Mercedes-bílarnir voru heldur ekkert ofboðslega fljótir. Lewis Hamilton varð tíundi á seinni æfingunni en Nico Rosberg náði þó áttunda. Er talið að sami draugur elti þá þar sem hitinn er mikill og í fyrra, þegar bíllinn fór einstaklega illa með dekkin í hitanum. Leifar af þeim draugi gætu verið að bögga Mercedes. Tímatökurnar fara fram á morgun og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. Ólga hefur verið í landinu vegna Formúlu 1-mótsins undanfarið og hafa mótmælendur kallað eftir því að mótinu verði aflýst. Það fer hins vegar fram samkvæmt áætlun. Red Bull-mennirnir Mark Webber og Sebastian Vettel voru einni fljótir á seinni æfingunni og röðuðu sér í annað og þriðja sætið á undan Fernando Alonso á Ferrari. Massa féll aðeins niður í sjötta sætið milli æfinga. Enn er McLaren í vandræðum. Jenson Button varð aðeins ellefti og Sergio Perez, sem hefur þurft að sitja undir harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Kína, aðeins þrettándi. Sá síðarnefndi þarf að standa sig mun betur vilji hann eiga von á góðum ummælum eftir keppnishelgina í Barein. Mercedes-bílarnir voru heldur ekkert ofboðslega fljótir. Lewis Hamilton varð tíundi á seinni æfingunni en Nico Rosberg náði þó áttunda. Er talið að sami draugur elti þá þar sem hitinn er mikill og í fyrra, þegar bíllinn fór einstaklega illa með dekkin í hitanum. Leifar af þeim draugi gætu verið að bögga Mercedes. Tímatökurnar fara fram á morgun og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira