Verðkönnun FÍB á sumarhjólbörðum Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2013 17:15 Svör fengust frá 19 af 22 söluaðilum Verðmunur allt að 140% en taka verður tillit til mismunandi gæða. FÍB hefur kannað verð á sumarhjólbörðum. Könnunin var gerð í vikunni sem nú er að líða. Hún var gerð þannig að haft var símasamband við söluaðila hjólbarða um allt land og þeim síðan sendar fyrirspurnir um verð á tveimur algengum stærðum hjólbarða fyrir fólksbifreiðar og jeppa/jepplinga. Beðið var annarsvegar um verð á sumarhjólbörðum fyrir fólksbíla, stærð 185 / 65 R15 og hins vegar verð sumarhjólbarða fyrir jeppa/jepplinga af stærð 235 / 65 R17. Þar sem könnun þessi er einungis verðkönnun felst engin afstaða til gæða hjólbarðanna að öðru leyti en því sem felst í ESB-merkingum hjólbarðanna þar sem það á við. Allir nýir fólksbílahjólbarðar sem til sölu eru á evrópska efnahagssvæðinu eiga að vera með þessum ESB merkingum til að neytendur geti áttað síg á því í sjónhendingu hversu hávær hjólbarðinn er í akstri, hversu vel hann ryður frá sér vatni og hversu létt hann rennur á vegi og þannig séð hvort hann krefst mikils eldsneytis. Nánar um ESB-merkingar hér.Af þeim 22 söluaðilum sem svöruðu könnun FÍB voru tveir sem ekki áttu hjólbarða til í þeim stærðum sem um var beðið og einn söluaðili hafnaði þátttöku í könnuninni. Marktæk svör bárust þannig frá 19 söluaðilum um verð á sumarhjólbörðum. Verð í könnuninni eru listaverð og án afsláttar en margir söluaðilar bjóða margvíslega afsætti. FÍB er með góða afslætti hjá mörgum söluaðilum. Neytendur eru hvattir til að spyrja um afslátt. Það vekur athygli að sumir söluaðilar og innflytjendur hjólbarða virðast meðvitað eða ómeðvitað ekki þekkja til tilskipunar ESB um dekkjamerkingar sem tók gildi hér á landi 1 nóvember 2012. Samkvæmt reglunum er seljendum hjólbarða skylt að hafa upplýsingar um samræmdar gæðaprófanir hjólbarða á öllum hjólbörðum sem innfluttir hafa verið eftir 1. nóvember 2012. Merkingarnar eiga að vera límdar á hjólbarðana og gefa staðlaðar upplýsingar um sparneytni og grip í bleytu með mismunandi bókstöfum og upplýsingar um veghljóð í desibelum (dB). Merkingarnar gera kaupandanum kleift að bera saman gæði, kosti og öryggi hjólbarða. Einnig vekur athygli að ekki bárust upplýsingar um aldur hjólbarðanna frá öllum söluaðilum. Verðkönnun FÍB á hjólbörðum - smelltu hér Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent
Verðmunur allt að 140% en taka verður tillit til mismunandi gæða. FÍB hefur kannað verð á sumarhjólbörðum. Könnunin var gerð í vikunni sem nú er að líða. Hún var gerð þannig að haft var símasamband við söluaðila hjólbarða um allt land og þeim síðan sendar fyrirspurnir um verð á tveimur algengum stærðum hjólbarða fyrir fólksbifreiðar og jeppa/jepplinga. Beðið var annarsvegar um verð á sumarhjólbörðum fyrir fólksbíla, stærð 185 / 65 R15 og hins vegar verð sumarhjólbarða fyrir jeppa/jepplinga af stærð 235 / 65 R17. Þar sem könnun þessi er einungis verðkönnun felst engin afstaða til gæða hjólbarðanna að öðru leyti en því sem felst í ESB-merkingum hjólbarðanna þar sem það á við. Allir nýir fólksbílahjólbarðar sem til sölu eru á evrópska efnahagssvæðinu eiga að vera með þessum ESB merkingum til að neytendur geti áttað síg á því í sjónhendingu hversu hávær hjólbarðinn er í akstri, hversu vel hann ryður frá sér vatni og hversu létt hann rennur á vegi og þannig séð hvort hann krefst mikils eldsneytis. Nánar um ESB-merkingar hér.Af þeim 22 söluaðilum sem svöruðu könnun FÍB voru tveir sem ekki áttu hjólbarða til í þeim stærðum sem um var beðið og einn söluaðili hafnaði þátttöku í könnuninni. Marktæk svör bárust þannig frá 19 söluaðilum um verð á sumarhjólbörðum. Verð í könnuninni eru listaverð og án afsláttar en margir söluaðilar bjóða margvíslega afsætti. FÍB er með góða afslætti hjá mörgum söluaðilum. Neytendur eru hvattir til að spyrja um afslátt. Það vekur athygli að sumir söluaðilar og innflytjendur hjólbarða virðast meðvitað eða ómeðvitað ekki þekkja til tilskipunar ESB um dekkjamerkingar sem tók gildi hér á landi 1 nóvember 2012. Samkvæmt reglunum er seljendum hjólbarða skylt að hafa upplýsingar um samræmdar gæðaprófanir hjólbarða á öllum hjólbörðum sem innfluttir hafa verið eftir 1. nóvember 2012. Merkingarnar eiga að vera límdar á hjólbarðana og gefa staðlaðar upplýsingar um sparneytni og grip í bleytu með mismunandi bókstöfum og upplýsingar um veghljóð í desibelum (dB). Merkingarnar gera kaupandanum kleift að bera saman gæði, kosti og öryggi hjólbarða. Einnig vekur athygli að ekki bárust upplýsingar um aldur hjólbarðanna frá öllum söluaðilum. Verðkönnun FÍB á hjólbörðum - smelltu hér
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent