Fótbolti

Zlatan: Barcelona með besta lið sögunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG, segir að Barcelona sé með óviðjafnanlegt lið en þau mætast einmitt í fjórðungsúrslitum Meistardeildar Evrópu í kvöld.

Zlatan spilaði eitt tímabil með Barcelona en fór þaðan fyrir þremur árum síðan.

„Þetta verður erfiður leikur. Barcelona er líklega besta liðið í dag og líklega besta lið sem hefur nokkru sinni spilað á þessari plánetu," sagði Zlatan.

„Það vita allir hvernig þeir spila. Þeir vilja halda boltanum en við erum á heimavelli og viljum líka vera með boltann. Það verður spennandi að reyna að finna lausnir á þeirra leik."

„Það er svo enginn vafi á því að Messi er besti leikmaður heims í dag. Hann hefur verið valinn besti leikmaður heims fjögur ár í röð. Kannski væri betra að kalla þetta Messi-verðlaunin frekar en Gullbolta FIFA. Ég held að hann vinni þau aftur næstu árin."

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og upphitun á Stöð 2 Sport klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×