Fótbolti

Mourinho: Við bárum virðingu fyrir Galatasaray

Mourinho og Eboue á ferðinni í kvöld.
Mourinho og Eboue á ferðinni í kvöld.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var hæstánægður með sína menn sem unnu 3-0 sigur á Galatasaray í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

"Við lékum af alvöru. Spænskir fjölmiðlar báru ekki mikla virðingu fyrir Galatasaray en við gerðum það. Við vissum að þetta er frábært lið með magnaða framherja," sagði Mourinho.

"Við vorum betri í vörninni en í sókninni í kvöld. Við hefðum samt getað skorað fleiri mörk en liðið lék vel í heildina.

"Ef við skorum mark í Istanbúl þá þurfa þeir að skora fimm mörk þannig að úrslitin eru góð. Ég hef samt upplifað margt í boltanum þannig að ekkert kemur mér á óvart. Það er gríðarlega erfitt að fara til Istanbúl og Galatasaray mun selja sig dýrt," sagði Mourinho sem mætti tveimur af fyrrum lærisveinum sínum í kvöld.

"Ég ræddi við Didier Drogba og Wesley Sneijder eftir leikinn enda eru þeir hluti af minni fjölskyldu. Nema þær 90 mínútur sem leikurinn stendur yfir."


Tengdar fréttir

Real Madrid valtaði yfir Galatasaray

Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur, 3-0, á Galatasaray í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×