NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2013 11:00 Andre Iguodala. Mynd/AP Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114 NBA Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114
NBA Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira