Fótbolti

Barcelona tapar ekki leik án Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas var frábær í gær.
Cesc Fabregas var frábær í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona-liðið sýndi í gærkvöldi að liðið getur alveg rúllað yfir lið þótt að argentínski snillingurinn Lionel Messi sé ekki í búning. Messi lék ekki vegna meiðsla þegar Barcelona vann 5-0 sigur á Real Mallorca í gær.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Barcelona hefur ekki tapað í þeim leikjum sem Messi hefur misst af undanfarin þrjú tímabil.

Messi hefur misst af fimmtán leikjum á þessum þremur tímabilum, Barcelona hefur unnið fjórtán þeirra og gert eitt jafntefli. Liðið hefur spilað fjóra leiki án hans á þessu tímabili og markatalan í þeim er 16-1 Barca í vil.

Cesc Fabregas, Alexis Sanchez og Andres Iniesta áttu allir frábæran leik í gær en Fabregas skoraði þrennu og lagði upp hin tvö fyrir Alexis Sanchez.

Lionel Messi hefur skorað 43 mörk í deildinni og alls 57 mörk í 45 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en það er ekki enn ljóst hvort að hann geti spilað seinni leikinn á móti Paris Saint Germain í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn.

Leikir Barcelona án Messi undanfarin þrjú tímabil

2010/11

Deildin: Barcelona-Sporting 1-0

Deildin: Athletic Club-Barcelona 1-3

Bikarinn: Ceuta-Barcelona 0-2

Deildin: Barcelona-Llevant 2-1

Bikarinn: Almeria-Barcelona 0-3

Deildin: Barcelona-Deportivo 0-0

Deildin: Màlaga-Barcelona 1-3

2011/12

Bikarinn: L'Hospitalet-Barcelona 0-1

Meistaradeildin: Barcelona-BATE 4-0

Bikarinn: Barcelona-L'Hospitalet 9-0

Deildin: Barcelona-Sporting 3-1

2012/13

Bikarinn: Alabès-Barcelona0-3

Bikarinn: Barcelona-Alabès 3-1

Bikarinn: Barcelona-Còrdova 5-0

Deildin: Barcelona-Real Mallorca 5-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×