„Ég er ennþá með þetta," skrifaði Bieber við myndbandið þar sem hann heldur boltanum á lofti. Það kemur berlega í ljós á myndbandinu að kanadíska stjarnan er örvfætt enda styðst hann nær eingöngu við betri fót sinn. Reyndar lætur hann boltann skoppa tvisvar á baki sínu sem er gaman að sjá.
Bieber er mikill áhugamaður um fótbolta og heilsaði meðal annars upp á leikmenn Chelsea á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2011. Sama ár fengu liðsmenn Barcelona að njóta nærveru kappans.
Bieber birti myndbandið á Viddy-reikningi sínum en myndbandið má sjá hér að neðan.