Fótbolti

Stelpurnar okkar í beinni útsendingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Malmö á æfingu á keppnisvellinum í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir er í bleiku vesti fyrir miðri mynd.
Leikmenn Malmö á æfingu á keppnisvellinum í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir er í bleiku vesti fyrir miðri mynd. Mynd/Heimasíða Malmö
Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir verða í eldlínunni með LdB Malmö gegn Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Lyon hefur unnið sigur í keppninni undanfarin tvö ár og er sigurstranglegasta liðið í keppninni. Liðið hefur bætt við sig sterkum leikmönnum á borð við Shinobu Ohno frá Japan og hinni bandarísku Megan Rapinoe.

Camille Abily, besti leikmaður úrslitaleiksins síðastliðin tvö ár, segir Malmö þó sterkasta mögulega mótherja sem liðið gat fengið.

„Þetta verður erfiðasta skref okkar í áttina að úrslitaleiknum. Liðið er það sterkasta sem við hefðum getað mætt," segir Abily. Hún nefnir Mittag og Ramonu Bachmann til sögunnar sem lykilmenn sænska liðsins sem hafa verði gætur á.

Leikur Lyon og LdB Malmö er í beinni útsendingu á Eurosport 2 á fjölvarpi Stöðvar 2. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Síðari leikur liðanna fer fram á Skírdag.

Leikir dagsins

Arsenal - Torres Calcio

Wolfsburg - Rossiyanka

Juvisy-Essonne - Kopparberg/Gautaborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×