BMW og Audi í sölukeppni Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2013 13:30 Hörð er sölukeppnin milli þýsku lúxusbílaframleiðendanna Eru nánast hnífjörn í sölu á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Ekki munaði nema 407 eintökum á BMW og Audi í sölu bíla fyrstu tvo mánuði ársins í heiminum, BMW í vil. Rimman milli fyrirtækjanna um hvor aðilinn verður söluhæstur í lúxusbílaflokki verður hörð í ár og vel verður fylgst með tölunum eftir hvern mánuð. Audi hefur sagst ætla fara fram úr BMW á næstunni en BMW var söluhæst á síðasta ári, á undan Audi og Mercedes Benz. BMW hefur sett mikið fjármagn í þróun nýrra bíla til að standa sterkar í harðnandi samkeppninni frá Audi. Það hefur komið niður á þeirri hagnaðarvon sem vænta má á árinu hjá BMW. Fyrir vikið hafa hlutabréf í BMW fallið um 1,9% á árinu. BMW kynnti 11 ný módel á þessu ári og 25 fram að lokum árs 2014. Þrátt fyrir minnkandi sölu í Evrópu mun BMW líklega selja 10% fleiri bíla um allan heim en í fyrra, en líklega með minni hagnaði. Minni hagnaður gæti hæglega sést hjá öllum þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum fyrir árið í ár. Í fyrra seldi BMW 1,54 milljón bíla, Audi 1,46 og Benz 1,32. Vöxtur BMW og Audi var 12% en Benz aðeins 4,7%. Í ár virðist Audi ætla að halda í BMW í sölu, að minnsta kosti á fyrstu mánuðum ársins. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Eru nánast hnífjörn í sölu á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Ekki munaði nema 407 eintökum á BMW og Audi í sölu bíla fyrstu tvo mánuði ársins í heiminum, BMW í vil. Rimman milli fyrirtækjanna um hvor aðilinn verður söluhæstur í lúxusbílaflokki verður hörð í ár og vel verður fylgst með tölunum eftir hvern mánuð. Audi hefur sagst ætla fara fram úr BMW á næstunni en BMW var söluhæst á síðasta ári, á undan Audi og Mercedes Benz. BMW hefur sett mikið fjármagn í þróun nýrra bíla til að standa sterkar í harðnandi samkeppninni frá Audi. Það hefur komið niður á þeirri hagnaðarvon sem vænta má á árinu hjá BMW. Fyrir vikið hafa hlutabréf í BMW fallið um 1,9% á árinu. BMW kynnti 11 ný módel á þessu ári og 25 fram að lokum árs 2014. Þrátt fyrir minnkandi sölu í Evrópu mun BMW líklega selja 10% fleiri bíla um allan heim en í fyrra, en líklega með minni hagnaði. Minni hagnaður gæti hæglega sést hjá öllum þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum fyrir árið í ár. Í fyrra seldi BMW 1,54 milljón bíla, Audi 1,46 og Benz 1,32. Vöxtur BMW og Audi var 12% en Benz aðeins 4,7%. Í ár virðist Audi ætla að halda í BMW í sölu, að minnsta kosti á fyrstu mánuðum ársins.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent