Úrslitakeppni Dominos-deildar karla heldur áfram í kvöld. Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja sína atlögu að titlinum á heimavelli í kvöld þar sem Skallagrimur kemur í heimsókn.
Grindavík vann deildina og hefur verið besta liðið í vetur. Skallarnir komu skemmtilega á óvart og munu njóta þess að spila í úrslitakeppninni.
Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson ræddu við þjálfara liðanna í vikunni og spjallið má sjá hér að ofan.
