Räikkönen fljótastur á æfingum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 22. mars 2013 10:18 Raikkönen var fljótastur áður en rigningin kom. nordicphotos/afp Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni. Það byrjaði að hellirigna þegar klukkutími var liðinn af æfingunni og eðlilega bætti enginn tíma sinn eftir að brautin blotnaði. Liðunum tókst hins vegar að safna nógu mikið af gögnum til þess að átta sig á að dekkjaslitið í Malasíu er mun meira en í Ástralíu. „Ég er bara ekki viss hvort við séum með nógu mörg dekk til að klára kappaksturinn," sagði Vettel. Hverjum ökumanni er útvegað ákveðið mörg dekk fyrir hverja helgi. Liðsfélagi Vettels, Mark Webber, segir Formúlu 1 nú eingöngu stjórnast af dekkjum. „Allt snýst um dekk. Dekk, dekk, dekk, dekk!" Lewis Hamilton er ánægður með sína stöðu eftir æfingarnar og segist vera í góðum málum fyrir kappaksturinn. Hraðinn virðist vera til staðar. „Við áttum góða æfingu þegar við ókum á keppnishraða, svo við erum ekki að éta upp dekkin of mikið," sagði Hamilton. Þrátt fyrir náði hann aðeins níunda besta tíma á seinni æfingunni. McLaren-liðið virðist enn vera í ruglinu því þeir Sergio Perez og Jenson Button áttu aðeins ellefta og tólfta besta tíma morgunsins. Button er þó ekki búinn að gefa titilvonirnar upp á bátinn og segir liðið vel geta snúið erfiðri stöðu sér í hag.Tæknimenn Pirelli og starfsmaður Ferrari-liðsins fara yfir dekkjaslitið sem virðist vera töluvert. Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni. Það byrjaði að hellirigna þegar klukkutími var liðinn af æfingunni og eðlilega bætti enginn tíma sinn eftir að brautin blotnaði. Liðunum tókst hins vegar að safna nógu mikið af gögnum til þess að átta sig á að dekkjaslitið í Malasíu er mun meira en í Ástralíu. „Ég er bara ekki viss hvort við séum með nógu mörg dekk til að klára kappaksturinn," sagði Vettel. Hverjum ökumanni er útvegað ákveðið mörg dekk fyrir hverja helgi. Liðsfélagi Vettels, Mark Webber, segir Formúlu 1 nú eingöngu stjórnast af dekkjum. „Allt snýst um dekk. Dekk, dekk, dekk, dekk!" Lewis Hamilton er ánægður með sína stöðu eftir æfingarnar og segist vera í góðum málum fyrir kappaksturinn. Hraðinn virðist vera til staðar. „Við áttum góða æfingu þegar við ókum á keppnishraða, svo við erum ekki að éta upp dekkin of mikið," sagði Hamilton. Þrátt fyrir náði hann aðeins níunda besta tíma á seinni æfingunni. McLaren-liðið virðist enn vera í ruglinu því þeir Sergio Perez og Jenson Button áttu aðeins ellefta og tólfta besta tíma morgunsins. Button er þó ekki búinn að gefa titilvonirnar upp á bátinn og segir liðið vel geta snúið erfiðri stöðu sér í hag.Tæknimenn Pirelli og starfsmaður Ferrari-liðsins fara yfir dekkjaslitið sem virðist vera töluvert.
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira