Karatekonan Telma Rut Frímannsdóttir nældi sér í bronsverðlaun í gær á Swedish Karate Open sem fram fer í Malmö. Telma Rut keppir í mínus 61 kg flokki. Í fyrstu viðureign tapaði Telma fyrir Stephanie Kaup frá svíþjóð sem endaði með því að vinna flokkinn og því fékk Telma uppreisnaglímu og tækifæri til að keppa um 3ja sætið.
Í fyrri uppreisnarviðureigninni mætti Telma henni Michelle Jenson frá Danmörku í mjög jafnri viðureign sem endaði 4-4 og var Telmu dæmdur sigur með dómaraúrskurði.
Í baráttunni um 3ja sætið mætti Telma Lydia Holler frá Þýskalandi. Telma lenti fljótt undir í viðureigninni og var staðan orðin 0-6 eftir um 1 mínútu, en bardaginn er 3 mínútur, og leit þetta ekki vel út um stundarsakir. En þá tók Telma sig til og saxaði jafnt og þétt á forskot Lydiu og á endanum vann Telma frábæran sigur 12-7, þar sem hún skoraði 11 stig áður en Lydia gat bætt 1 stigi við.
Þetta var ein allra besta viðureignin sem sást í dag og ótrúlegur viðsnúningur sem Telma sýndi um miðjan bardagann.
Telma fékk brons í Malmö
Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
