Tiger Woods lék mjög vel á þriðja hring á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fer í Flórída á PGA-mótaröðinni. Woods er samtals á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Woods er efstur, tveimur höggum á undan Justin Rose, John Huh og Rickie Fowler.
Woods var að pútta frábærlega á hringnum í gær. Hann setti hvað eftir annað niður góð pútt og er nú mjög sigurstranlegur í mótinu. Woods hefur nú þegar unnið tvö mót í ár og með sigri í kvöld nær hann efsta sæti heimslistans af Rory McIlroy sem hefur setið þar undanfarna mánuði.
Daninn Thorbjorn Olesen er ásamt Spánverjanum Gonzalo Fdez-Castano og Bandaríkjamanninum Jimmy Walker í fimmta sæti á átta höggum undir pari. Lokahringurinn fer fram í dag.
Golf