BMW ætlar sér aftur að ná heimsmetinu í drifti Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2013 08:45 BMW ætlar að tefla fram M5 bíl til verksins og meiningin er að drifta 64 kílómetra. Það hlaut að vera að BMW myndi ekki sætta sig lengi við að sjá á eftir heimsmeti sínu í að drifta bíl sem allra lengst. Metið var tekið frá þeim í Kína um daginn, en þá driftaði ökumaður bíl 5,75 kílómetra. Bíllinn sem BMW ætlar að slá þetta met er BMW M5 og ökumaðurinn Johan Schwartz. Meiningin er að drifta honum 64 kílómetra, hvorki meira né minna. Þetta á að gerast 11. maí næstkomandi. Samkvæmt starfmönnum bílavefjarins Autoblog er Johan vís til þess að ná þessu takmarki sínu, enda hafa þeir orðið vitni af þeim hæfileikum sem búa að baki. BMW hefur birt smá upphitunarmyndband fyrir þessa tilraun sína og sést það hér að ofan. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort BMW nær metinu 11. maí. Spurningin er kannski helst hvort ekki verður að setja aukaeldsneytistank í bílinn til að hann verði ekki bensínlaus í miðjum klíðum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
BMW ætlar að tefla fram M5 bíl til verksins og meiningin er að drifta 64 kílómetra. Það hlaut að vera að BMW myndi ekki sætta sig lengi við að sjá á eftir heimsmeti sínu í að drifta bíl sem allra lengst. Metið var tekið frá þeim í Kína um daginn, en þá driftaði ökumaður bíl 5,75 kílómetra. Bíllinn sem BMW ætlar að slá þetta met er BMW M5 og ökumaðurinn Johan Schwartz. Meiningin er að drifta honum 64 kílómetra, hvorki meira né minna. Þetta á að gerast 11. maí næstkomandi. Samkvæmt starfmönnum bílavefjarins Autoblog er Johan vís til þess að ná þessu takmarki sínu, enda hafa þeir orðið vitni af þeim hæfileikum sem búa að baki. BMW hefur birt smá upphitunarmyndband fyrir þessa tilraun sína og sést það hér að ofan. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort BMW nær metinu 11. maí. Spurningin er kannski helst hvort ekki verður að setja aukaeldsneytistank í bílinn til að hann verði ekki bensínlaus í miðjum klíðum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent