Samkomulag um neyðarlánið til Kýpur náðist í nótt 25. mars 2013 06:11 Samkomulag náðist í nótt eftir 12 tíma langa samningalotu um 10 milljarða evra neyðarlán til Kýpur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samkomulagið felur m.a. í sér að Laiki banka, næststærsta banka eyjunnar, verður lokað og almennar innistæður upp að 100.000 evrum verða settar inn í Kýpurbanka, stærsta banka eyjarinnar. Sá banki verður svo endurskipulagður í framhaldinu og verulega dregið úr stærð hans. Aðrir bankar á Kýpur verða ekki fyrir barðinu á þessum aðgerðum. Hinsvegar má nefna að fyrrgreindir tveir bankar voru samanlagt meir en helmingur af bankakerfi eyjarinnar. Þær innistæður sem eftir standa í Laiki banka verða frystar og síðan þjóðnýttar að stórum hluta eða allt að 40%. Ekki er búið að ákveða hve stór skattur verður settur á innistæður umfram 100.000 evrur í Kýpur bankanum. Reiknað er með að þessar bankaaðgerðir skapi stjórnvöldum á Kýpur tekjur upp á rúmlega 4 milljarða evra. Ljóst er að eigendur og kröfuhafar í Laiki banka munu tapa nær öllu sínu. Þeir innistæðueigendur sem voru með yfir 100.000 evrum á reikningum sínum í Laiki bankanum verða sennilega að bíða í einhver ár þar til þeir fá það sem eftir stendur í hendurnar að nýju. Hér er um Rússa að ræða að stórum hluta og er beðið eftir opinberum viðbrögðum rússneskra stjórnvalda við samkomulaginu. Fram hefur komið í morgun að samkomulagið þarf ekki að bera að nýju undir þingið á Kýpur því það samþykkti í síðustu viku endurskipulagningu á bankakerfi eyjunnar. Sérfræðingar eru sammála um að mjög erfiðir tímar séu framundan hjá íbúum Kýpur. Þannig segir Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank í Danmörku að þótt samkomulagið leysi ákveðinn vanda til skamms tíma megi búast við að íbúar Kýpur glími við djúpa kreppu á næstu árum. Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Samkomulag náðist í nótt eftir 12 tíma langa samningalotu um 10 milljarða evra neyðarlán til Kýpur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samkomulagið felur m.a. í sér að Laiki banka, næststærsta banka eyjunnar, verður lokað og almennar innistæður upp að 100.000 evrum verða settar inn í Kýpurbanka, stærsta banka eyjarinnar. Sá banki verður svo endurskipulagður í framhaldinu og verulega dregið úr stærð hans. Aðrir bankar á Kýpur verða ekki fyrir barðinu á þessum aðgerðum. Hinsvegar má nefna að fyrrgreindir tveir bankar voru samanlagt meir en helmingur af bankakerfi eyjarinnar. Þær innistæður sem eftir standa í Laiki banka verða frystar og síðan þjóðnýttar að stórum hluta eða allt að 40%. Ekki er búið að ákveða hve stór skattur verður settur á innistæður umfram 100.000 evrur í Kýpur bankanum. Reiknað er með að þessar bankaaðgerðir skapi stjórnvöldum á Kýpur tekjur upp á rúmlega 4 milljarða evra. Ljóst er að eigendur og kröfuhafar í Laiki banka munu tapa nær öllu sínu. Þeir innistæðueigendur sem voru með yfir 100.000 evrum á reikningum sínum í Laiki bankanum verða sennilega að bíða í einhver ár þar til þeir fá það sem eftir stendur í hendurnar að nýju. Hér er um Rússa að ræða að stórum hluta og er beðið eftir opinberum viðbrögðum rússneskra stjórnvalda við samkomulaginu. Fram hefur komið í morgun að samkomulagið þarf ekki að bera að nýju undir þingið á Kýpur því það samþykkti í síðustu viku endurskipulagningu á bankakerfi eyjunnar. Sérfræðingar eru sammála um að mjög erfiðir tímar séu framundan hjá íbúum Kýpur. Þannig segir Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank í Danmörku að þótt samkomulagið leysi ákveðinn vanda til skamms tíma megi búast við að íbúar Kýpur glími við djúpa kreppu á næstu árum.
Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira