Þrumuveður stoppaði Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2013 09:15 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando. Mikil rigning og rok varð til þess að allir kylfingarnir voru kallaðir inn og keppni var frestað þar til í dag. Starfsmenn vallarins þurfa nú að vinna baki brotnu við að laga völlinn áður en hann er leikfær á ný. Það síðasta sem Tiger Woods gerði áður en keppni var hætt var að setja niður rúmlega þriggja metra pútt á annarri holu og ná þriggja högga forskoti. Keppni mun væntanlega vera framhaldið í dag. Tiger Woods getur þá bæði tryggt sér sigur á mótinu sem og efsta sætið á heimslistanum en hann mun taka það af Norður-Íranum Rory McIlroy takist honum að vinna. Tiger Woods hefur ekki verið á toppi heimslistans í 29 mánuði eftir að hafa verið þar á undan í 623 vikur í efsta sætinu. Vinni Woods verður það hans 77. sigur á PGA-mótaröðinni og vantar þá bara fimm sigra til að jafna met Sam Snead. Woods hefur unnið sjö sinnum áður á Bay Hill vellinum í Orlando. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando. Mikil rigning og rok varð til þess að allir kylfingarnir voru kallaðir inn og keppni var frestað þar til í dag. Starfsmenn vallarins þurfa nú að vinna baki brotnu við að laga völlinn áður en hann er leikfær á ný. Það síðasta sem Tiger Woods gerði áður en keppni var hætt var að setja niður rúmlega þriggja metra pútt á annarri holu og ná þriggja högga forskoti. Keppni mun væntanlega vera framhaldið í dag. Tiger Woods getur þá bæði tryggt sér sigur á mótinu sem og efsta sætið á heimslistanum en hann mun taka það af Norður-Íranum Rory McIlroy takist honum að vinna. Tiger Woods hefur ekki verið á toppi heimslistans í 29 mánuði eftir að hafa verið þar á undan í 623 vikur í efsta sætinu. Vinni Woods verður það hans 77. sigur á PGA-mótaröðinni og vantar þá bara fimm sigra til að jafna met Sam Snead. Woods hefur unnið sjö sinnum áður á Bay Hill vellinum í Orlando.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira