Hennessey Ford GT nær 430 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2013 14:15 Brennir 117 oktana bensíni sem aðeins er notað í keppnisbíla. Texas Mile er sannarlega hátíð hraðans og er haldin annaðhvort ár í litlum bæ rétt norður af Corpus Christi í Texas. Þar var í síðustu viku sett enn eitt hraðametið er Hennessey Ford GT náði 430 kílómetra hraða. Síðast haust náði þessi sami bíll 424 km hraða og bætti þá að sjálfsögðu eigið met sem var 415. En hvernig ætli slíkur bíll sé búinn? Hann er með 5,7 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og brennir 117 oktana bensíni, sem aðeins er notað í keppnisbílum. Mikil synd er samt hve bíllinn er ljótur og nokkuð víst að sá sem málaði bílinn verður ekki mjög eftirsóttur á næstunni, nema hann verði ráðinn til hersins. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent
Brennir 117 oktana bensíni sem aðeins er notað í keppnisbíla. Texas Mile er sannarlega hátíð hraðans og er haldin annaðhvort ár í litlum bæ rétt norður af Corpus Christi í Texas. Þar var í síðustu viku sett enn eitt hraðametið er Hennessey Ford GT náði 430 kílómetra hraða. Síðast haust náði þessi sami bíll 424 km hraða og bætti þá að sjálfsögðu eigið met sem var 415. En hvernig ætli slíkur bíll sé búinn? Hann er með 5,7 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og brennir 117 oktana bensíni, sem aðeins er notað í keppnisbílum. Mikil synd er samt hve bíllinn er ljótur og nokkuð víst að sá sem málaði bílinn verður ekki mjög eftirsóttur á næstunni, nema hann verði ráðinn til hersins.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent