Viðskipti erlent

Stórir innistæðueigendur á Kýpur tapa 40% af fé sínu

Michalis Sarris fjármálaráðherra Kýpur hefur staðfest að ekki verði hreyft við bankainnistæðum á eyjunni upp að 100.000 evrum eða um 16 milljónum króna.

Jafnframt segir ráðherrann að af þeim innistæðum sem eru umfram þetta hámark muni verða tekinn allt að 40% skattur. Á móti þeim skatti fá innistæðueigendur hlutabréf í viðkomandi banka sem eru jafnhá að nafnverði.

Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann á vefsíðu BBC. Þar segir hann að þótt eitthvert útflæði verði á peningum fyrst eftir að bankar á Kýpur opna síðar í vikunni eigi hann von á að ró komist á að nýju fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×