Tiger með fjögurra högga forystu fyrir lokadaginn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. mars 2013 11:45 Tiger Woods er í góðri stöðu fyrir lokadaginn á WGC Cadillac Meistaramótinu í golfi sem fram fer á Blá Skrímslinu í Flórida nú um helgina. Woods lék þriðja daginn á 67 höggum og jók forystu sína úr tveimur í fjögur högg. Tiger Woods hefur leikið frábært golf í Flórida þessa vikuna og er á 18 höggum undir pari eftir þrjá daga en tvö síðustu ár hefur mótið unnist á 16 höggum undir pari. Graeme McDowell er í öðru sæti fjórum höggum á eftir Tiger en hann lék á 69 eða þremur undir pari í gær. Phil Mickelson og Steve Stricker koma næstir á 13 undir pari. Sergio Garcia er einn fjögurra kylfinga á 11 undir en lítið hefur gengið hjá efsta manni heimslistans, Rory McIlroy. Norður-Írinn er á þremur höggum undir pari líkt og Lee Westwood og er töluvert frá sínu besta um þessar mundir. Sigurvegari síðasta árs, Justin Rose er á sex undir pari. Tiger Woods stefnir á fyrsta sigur sinn á Bláa skrímslinu í Doral í Flórida frá árinu 2007 en hann vann þrjú ár í röð frá 2005 til 2007. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er í góðri stöðu fyrir lokadaginn á WGC Cadillac Meistaramótinu í golfi sem fram fer á Blá Skrímslinu í Flórida nú um helgina. Woods lék þriðja daginn á 67 höggum og jók forystu sína úr tveimur í fjögur högg. Tiger Woods hefur leikið frábært golf í Flórida þessa vikuna og er á 18 höggum undir pari eftir þrjá daga en tvö síðustu ár hefur mótið unnist á 16 höggum undir pari. Graeme McDowell er í öðru sæti fjórum höggum á eftir Tiger en hann lék á 69 eða þremur undir pari í gær. Phil Mickelson og Steve Stricker koma næstir á 13 undir pari. Sergio Garcia er einn fjögurra kylfinga á 11 undir en lítið hefur gengið hjá efsta manni heimslistans, Rory McIlroy. Norður-Írinn er á þremur höggum undir pari líkt og Lee Westwood og er töluvert frá sínu besta um þessar mundir. Sigurvegari síðasta árs, Justin Rose er á sex undir pari. Tiger Woods stefnir á fyrsta sigur sinn á Bláa skrímslinu í Doral í Flórida frá árinu 2007 en hann vann þrjú ár í röð frá 2005 til 2007.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira