Viðskipti erlent

Efnahagur Grikklands réttir úr kútnum

Efnahagur hins opinbera í Grikklandi er að rétta úr kútnum. Bráðabirgðatölur sýna að fjárlagahallinn á fyrstu tveimur mánuðum ársins var verulega minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni kemur fram að hallinn hafi numið rúmlega 800 milljónum evra en áætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 2,6 milljarða evra.

Að frátöldum vöxtum og fjármagnsliðum var rekstur ríkissjóðs Grikklands jákvæður um rúmar 460 milljónir evra á þessu tímabili en áætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á tæplega 1,4 milljarða evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×