Fótbolti

Vantar neista í Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dani Alves, liðsfélagi Lionel Messi hjá Barcelona, segir að Argentínumaðurinn snjalli hafi ekki verið samur við sig að undanförnu.

Messi skoraði þó í sínum sautjánda deildarleik í röð um helgina er Barcelona hafði betur gegn Deportivo en hann þótti þó ekki ná sér á strik í leikjum liðsins gegn Real Madrid og AC Milan nýverið.

Barcelona og AC Milan mætast í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Ítalarnir unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

„Lionel hefur ekki breyst og er enn sami maðurinn sem þekki. En það þýðir ekkert að fegra hlutina enda augljóst að það hefur vantað ákveðinn neista í hann í síðustu leikjum okkar," sagði Alves í samtali við spænska fjölmiðla.

„Ég veit ekki af hverju né heldur hef ég reynt að komast að því. Ég veit bara hvað annað fólk segir mér. Ég spyr ekki enda virði ég hans einkalíf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×