Ótrúlegur árangur Audi Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2013 08:45 Audi Q5 var einn þeirra Audi bíla sem lesendur Auto Bild settu efstan í sínum flokki. Lesendur Auto Bild völdu Audi bíla þá bestu í 10 flokkum af 13. Þýska bílatímaritið Auto Bild fær lesendur sína árlega til að velja besta bílinn að þeirra mati í hverjum flokki. Lesendurnir sem tóku þátt í valinu að þessu sinni voru 100.000 talsins, svo mikið mark er tekið á valinu. Flokkarnir eru 13 talsins og urðu 10 mismunandi gerðir Audi bíla efstir í 10 flokkum. Voru það bílgerðirnar A3, A4, A5, A6, A7, A8, TT, Q3, Q5 og Audi Q7. Það sem lagt var til grundvallar við val lesendanna var gæði, hönnun og verð. Verður þessi árangur að teljast algerlega með ólíkindum. Þá fékk Audi A3 bíllinn verðlaunin 2013 World Car of the Year nýlega. Þau verðlaun hafa verið veitt frá árinu 2005. Bílarannsóknafyrirtækið DEKRA tilkynnti í síðasta mánuði um þann bíl sem bilaði minnst allra bíla. Sigurvegarinn var Audi A4 og er þetta fimmta árið í röð sem Audi bíll hlýtur þessa viðurkenningu, en A1, A5, TT og Q5 hafa hlotið hana sl. 4 ár. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent
Lesendur Auto Bild völdu Audi bíla þá bestu í 10 flokkum af 13. Þýska bílatímaritið Auto Bild fær lesendur sína árlega til að velja besta bílinn að þeirra mati í hverjum flokki. Lesendurnir sem tóku þátt í valinu að þessu sinni voru 100.000 talsins, svo mikið mark er tekið á valinu. Flokkarnir eru 13 talsins og urðu 10 mismunandi gerðir Audi bíla efstir í 10 flokkum. Voru það bílgerðirnar A3, A4, A5, A6, A7, A8, TT, Q3, Q5 og Audi Q7. Það sem lagt var til grundvallar við val lesendanna var gæði, hönnun og verð. Verður þessi árangur að teljast algerlega með ólíkindum. Þá fékk Audi A3 bíllinn verðlaunin 2013 World Car of the Year nýlega. Þau verðlaun hafa verið veitt frá árinu 2005. Bílarannsóknafyrirtækið DEKRA tilkynnti í síðasta mánuði um þann bíl sem bilaði minnst allra bíla. Sigurvegarinn var Audi A4 og er þetta fimmta árið í röð sem Audi bíll hlýtur þessa viðurkenningu, en A1, A5, TT og Q5 hafa hlotið hana sl. 4 ár.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent