Fótbolti

Barcelona valtaði yfir Milan og komst áfram

Messi fagnar í kvöld. Hann var stórkostlegur.
Messi fagnar í kvöld. Hann var stórkostlegur.
Barcelona er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir glæsilegan 4-0 sigur á AC Milan. Börsungar þurftu að vinna upp tveggja marka forskot Milan frá fyrri leik liðanna og það gerði liðið með glæsibrag.

Lionel Messi var aðeins tæpar 5 mínútur að létta pressunni af Barcelona. Hann átti þá frábært skot frá vítateig úr þröngu færi. Skotið hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark.

Þetta var 57. mark Messi í Meistaradeildina. Hann komst með markinu upp fyrir Ruud van Nistelrooy á lista þeirra sem hafa skoruð flest mörk í deildinni. Messi í öðru sæti en Raul efstur með 71 mark.

Á 38. mínútu slapp Niang einn í gegnum vörn Barcelona en skot hans fór í stöngina. Heimamenn stálheppnir og Messi nýtti sér það aðeins nokkrum sekúndum síðar er hann skoraði öðru sinni. Aftur með skoti utan teigs.

Barcelona hélt áfram að þjarma að gestunum í síðari hálfleik. David Villa kom þeim í 3-0 á 55. mínútu. Fékk þá stungusendingu frá Xavi sem hann kláraði með stæl.

Milan hefði komist áfram með einu marki en það var Jordi Alba sem skoraði fjórða mark Barcelona í uppbótartíma og skaut þeim áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×