Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Kristján Hjálmarsson skrifar 12. mars 2013 15:55 Yfirlitskort yfir Árbótar- og Tjarnarsvæðið. Margir góðir veiðistaðir eru á svæðinu. Mynd/SVFR Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). "Þetta er mikil viðbót fyrir veiðimenn á Nesveiðum, en inn í svæðin bætast nú veiðistaðir líkt og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur, Spónhylur og Brúargerði svo dæmi séu tekin," segir á vef SVFR. "Því mun ekki verða hægt að bóka Tjarnar- og Árbótasvæðið eitt og sér í sumar. Veiðihúsið Lynghóll mun því fylgja svæðum Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamms út sumarið." SVFR samdi við landeigendur í Árbót um leigu á veiðisvæðinu í febrúar 2011. Stangveiði Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði
Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). "Þetta er mikil viðbót fyrir veiðimenn á Nesveiðum, en inn í svæðin bætast nú veiðistaðir líkt og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur, Spónhylur og Brúargerði svo dæmi séu tekin," segir á vef SVFR. "Því mun ekki verða hægt að bóka Tjarnar- og Árbótasvæðið eitt og sér í sumar. Veiðihúsið Lynghóll mun því fylgja svæðum Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamms út sumarið." SVFR samdi við landeigendur í Árbót um leigu á veiðisvæðinu í febrúar 2011.
Stangveiði Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði