Skyggnst inn í heim fatahönnuða á HönnunarMars Þórhildiur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2013 09:30 Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni. HönnunarMars Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni.
HönnunarMars Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira