Ert þú næsti Range Rover Sport? Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 10:15 Fær útlitseinkenni bæði frá litla bróðurnum Evoque og stóra Range Rover. Leynd á að hvíla yfir útliti nýrrar gerðar Range Rover Sport fram að bílasýningunni í New York, sem hefst 29. mars. Það hefur þó ekki tekist, eins og oft áður og hafa myndir af bílnum dreifst um netheima í gær eftir að einhver hefur laumast til að smella af þessum myndum. Af þeim að dæma hefur bíllinn fengið mikið lánað af útlitseinkennum Range Rover Evoque þó svo að enn sé nokkur skírskotun í stóra bróðurinn, Range Rover. Grill og framljós virðast ættuð frá honum, en afturendinn líkari Evoque. Nýi bíllinn verður af árgerð 2014. Ekki hafa neinar upplýsingar verið gefnar upp frá framleiðanda um hvernig bíllinn verður útbúinn, en þó þau orð látin falla að hann verði fljótasti og fimasti bíll sem fyrirtækið hefur nokkurntíma framleitt. Fleiri njósnamyndir af bílnum sjást í myndskeiðinu.Aftursvipurinn ekki ólíkur Evoque Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Fær útlitseinkenni bæði frá litla bróðurnum Evoque og stóra Range Rover. Leynd á að hvíla yfir útliti nýrrar gerðar Range Rover Sport fram að bílasýningunni í New York, sem hefst 29. mars. Það hefur þó ekki tekist, eins og oft áður og hafa myndir af bílnum dreifst um netheima í gær eftir að einhver hefur laumast til að smella af þessum myndum. Af þeim að dæma hefur bíllinn fengið mikið lánað af útlitseinkennum Range Rover Evoque þó svo að enn sé nokkur skírskotun í stóra bróðurinn, Range Rover. Grill og framljós virðast ættuð frá honum, en afturendinn líkari Evoque. Nýi bíllinn verður af árgerð 2014. Ekki hafa neinar upplýsingar verið gefnar upp frá framleiðanda um hvernig bíllinn verður útbúinn, en þó þau orð látin falla að hann verði fljótasti og fimasti bíll sem fyrirtækið hefur nokkurntíma framleitt. Fleiri njósnamyndir af bílnum sjást í myndskeiðinu.Aftursvipurinn ekki ólíkur Evoque
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent