Kínverskar flugáhafnir selja bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 12:30 Sannarlega nýlunda í bílasölu í heiminum Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent
Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent