Kínverskar flugáhafnir selja bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 12:30 Sannarlega nýlunda í bílasölu í heiminum Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent