Fisker yfirgefur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2013 10:49 Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent