Kýpur fær neyðarlán Hjörtur Hjartarson skrifar 16. mars 2013 12:50 Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama. Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama.
Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira