Viðskipti erlent

Stjónvöld á Kýpur hvött til að endurskoða bankaskattinn

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa hvatt stjórnvöl á Kýpur til að endurskoða áformin um bankaskatt á allar innistæður í bönkum eyjarinnar.

Ráðherrarnir vilja að allar innistæður sem eru lægri en 100.000 evrur eða rúmlega 16 milljónir kr. verði undanþegnar skattinum.

Almenningur á Kýpur er æfur af reiði vegna skattsins sem flestir eyjaskeggja segja ekkert annað en rán í björtu.

Bankar á Kýpur verða lokaðir fram á fimmtudag en fyrir þann tíma er vonast til að þing Kýpur munu fjalla um og samþykkja skilyrðin fyrir 10 milljarða evra neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Reiknað er með að þingið ræði málið í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×