Körfubolti

Herbert hættur með ÍR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Herbert Arnarson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá ÍR. Þetta kom fram í fréttum Rúv í gærkvöldi.

Herbert tók við liði ÍR af Jóni Arnari Ingvarssyni í í byrjun febrúar. Hafði liðið þá tapað sex leikjum í röð í deildinni og sat í botnsæti hennar.

Undir stjórn Herberts tókst ÍR að bjarga sér frá falli og hafnaði í 9. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Herbert snýr aftur - tekur við ÍR ásamt Steinari

ÍR-ingar hafa fundið eftirmann Jóns Arnars Ingvarssonar og ráðið þjálfara fyrir lokasprettinn í Dominos-deild karla í körfubolta. ÍR-ingar hafa komist að samkomulagi við þá Steinar Arason og Herbert Arnarson um að taka við liðinu í sameiningu út tímabilið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

Herbert byrjar vel með ÍR-liðið

Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×